Útgreiðsla

Séreignarsparnaður er laus til útgreiðslu við 60 ára aldur. Ef starfsgeta skerðist geta sjóðfélagar tekið út séreign sína fyrir 60 ára vegna örorku. Séreignarsparnaður erfist að fullu við fráfall og skiptist samkvæmt reglum erfðalaga.

Greiðslur úr séreignarsjóði

Tekjuskattur er dreginn af séreignarsparnaði og tilgreindri séreign við útgreiðslu enda var innborgunin ekki skattlögð. Skattlagning tekna er þrepaskipt. Það er á ábyrgð umsækjanda að tilgreina í hvaða skattþrepi skattgreiðslur skuli vera og um nýtingu persónuafsláttar.

Skila þarf inn beiðni um útborgun séreignar í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem greiða á fyrir. Berist umsókn eftir það verður greitt frá næsta mánuði. Greitt er síðasta virka dag mánaðar.

Hvenær má taka út séreign?

Hægt er að taka út séreignarsparnað í eftirfarandi tilvikum:
Hægt er að taka út tilgreinda séreign í eftirfarandi tilvikum:

Sækja um útgreiðslu

Útgreiðsla valkvæðs séreignarsparnaðar
Útgreiðsla tilgreindrar séreignar

Tryggingastofnun

Séreignarsparnaður og tilgreind séreign getur þó haft áhrif á útreikning greiðslna frá Tryggingastofnun þegar um er að ræða uppbót á lífeyri. Þetta getur t.d. átt við þegar um er að ræða mikinn lyfjakostnað, eða við svokallaða lágmarksframfærslutryggingu sem tryggir lífeyrisþegum lágmarksgreiðslu ef tekjur þeirra eru undir tilteknum tekjuviðmiðum.