Tilgreind séreign

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar og á m.a. að auka sveigjanleika við starfslok. Hún er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu.

  • Sjóðfélögum gefst kostur á að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% skylduframlag í svokallaða tilgreinda séreign, allt að 3,5% frá 1. júlí 2018.
  • Tilgreinda séreign er ekki unnt að nota til í sérstök úrræði eins og að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
  • Hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur.

Valfrjáls séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu.

  • Þegar þú greiðir 2% eða 4% af launum í séreignarsparnað greiðir atvinnurekandi 2% framlag á móti.
  • Séreignarsparnað má greiða til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða.
  • Unnt er að nota séreignarsparnað í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.
  • Hægt að byrja að taka út við 60 ára aldur.

Nei tilgreind séreign býðst eingöngu þeim sem eiga aðild að kjarasamningum ASÍ og SA.

Einfalt og þægilegt er að senda tilkynningu með rafrænum skilríkjum eða prenta hana út og skila á skrifstofu sjóðsins. Berist okkur engin tilkynning mun lífeyrisiðgjald umfram 12% renna í samtryggingu viðkomandi.

Iðgjaldi er ráðstafað í tilgreinda séreign frá þeim tíma að sjóðnum berst upplýst samþykki með sérstakri tilkynningu. Tilkynningin er ekki afturvirk.

Lífeyrissjóðurinn gerir breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við ákvörðun sjóðfélaga eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur almanaksmánuðum frá því að tilkynning berst með sannanlegum hætti.

Nei. Hækkun lífeyrisiðgjalds rennur sjálfkrafa í samtryggingu viðkomandi sé lífeyrissjóðnum ekki tilkynnt um annað.

Nei. Ekki er hægt að nýta tilgreinda séreign í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa

Hvað launagreiðendur snertir hækkar lífeyrissjóðsiðgjald þeirra úr 10,0% í 11,5% þann 1. júlí 2018. Heildarframlag í lífeyrissjóð verður þá 15,5%. Launagreiðandi skilar iðgjaldi til lífeyrissjóðs.

Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá og með 62 ára aldri. Greiðslum skal þá dreifa að lágmarki til fimm ára eða til 67 ára aldurs, nema um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. Í dag miðast fjárhæðin við u.þ.b. 1.300.000 kr.

Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu tilgreindu séreignarinnar vegna örorku eða fráfalls eiganda. Gilda þá sömu reglur um útgreiðslu og eiga við um hefðbundinn séreignarsparnað.

Séreignarsparnaður

Séreignarsparnaður er þín eign

Valkvæður séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. Greiða má séreignarsparnað til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða.

Lífeyrissparnaður er lögbundinn réttur þinn

Lögbundinn lífeyrissparnaður myndar rétt til ævilangs eftirlaunalífeyris auk réttar til örorku-, maka- og barnalífeyris. Í réttindaákvæðum Birtu lífeyrissjóðs er kveðið á um hvernig réttindum er skipt milli sjóðfélaga og eftir atvikum, barna þeirra og maka.

Launafólki kann að vera skylt að greiða lögbundinn lífeyrissparnað í ákveðinn lífeyrissjóð samkvæmt kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Flestir eiga lífeyrisréttindi í fleiri en einum sjóði, en ekki er heimilt að flytja almenn lífeyrisréttindi á milli lífeyrissjóða.

Vegna mótframlags launagreiðanda og hagstæðrar skattlagningar stenst enginn sparnaður samanburð við séreignarsparnað. Þeir sem nýta sér ekki möguleika til séreignarsparnaðar eru í raun að missa af umsömdum kjarabótum.

Það er einfalt að byrja séreignarsparnað. Fylla þarf út samning um séreignsparnað og undirrita rafrænt eða senda til sjóðsins. Í framhaldinu sendum við afrit af samningnum ásamt bréfi til launagreiðanda sem sér um að draga séreignarsparnað af launum og stendur skil á honum til lífeyrissjóðs.

Við val sparnaðarleiðar er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu, viðhorfi til áhættu auk þess sem sérstakar aðstæður hvers og eins geta skipt máli. Í stað þess að horfa á skammtímasveiflur ætti frekar að huga að því hvort fjárfestingarstefnan sé skynsamleg og þá er átt við markmið, fjárfestingartíma, áhættuþol, fjárhagslega stöðu og aðrar aðstæður.

Birta lífeyrissjóður býður þrjár sparnaðarleiðir, þær eru blönduð leið, skuldabréfaleið og innlánsleið.

Á sjóðfélagavefnum geturðu séð núverandi inneign og ávöxtun séreignarsparnaðarins. Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur tvisvar á ári en mikilvægt er að fara yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.

Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.

Séreignarsparnaður er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri, að því gefnu að a.m.k. tvö ár séu liðin frá fyrstu innborgun. Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu séreignar vegna örorku eða fráfalls eiganda séreignarsparnaðarins.

Eftir að samningur hefur verið gerður um séreignarsparnað þá er launagreiðandi skyldugur til að draga iðgjöldin frá launum og greiða til lífeyrissjóðsins. Ef að launagreiðandi greiðir iðgjöldin ekki á réttum tíma eða næsta mánuði á eftir launatímabil er sjóðnum heimilt að innheimta dráttarvexti.

Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.

Verði launagreiðandi gjaldþrota ábyrgist Ábyrgðarsjóður launa vangreiddar greiðslur í séreignarsparnað, allt að 4% framlagi.

Lög, reglur og stefnuskjöl

Birta lífeyrissjóður geymir ekki meiri upplýsingar og ekki yfir lengri tíma en nauðsynlegt er til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Í því felst að svo lengi sem tiltekin réttindi eða skyldur verða leidd af persónuupplýsingunum, samkvæmt lögum eða samningi, eru upplýsingarnar varðveittar hjá sjóðnum. Að þeim tíma liðnum er upplýsingunum eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar ef ómögulegt er að eyða upplýsingunum s.s. vegna tæknilegra annmarka eða af öðrum orsökum.

Sem dæmi um geymslutíma persónuupplýsinga má nefna að persónuupplýsingarnar tengdar lífeyrisréttindum eru geymdar svo lengi sem sjóðfélagi eða erfingjar hans eiga virk réttindi hjá sjóðnum eða geta haft uppi slíka kröfu að teknu tilliti til ákvæða fyrningarlaga.

Persónuupplýsingar vegna lánveitinga eru geymdar út líftíma lánsins að teknu tilliti til ákvæða fyrningarlaga.

Upplýsingar tengdar starfsmannahaldi eru geymdar út ráðningartíma starfsfólks að teknu tilliti til ákvæða fyrningarlaga.

Starfsumsóknir eru geymdar í sex mánuði eftir að þær berast eða ráðið hefur verið í auglýst starf.

Nánari upplýsingar um geymslu- og varðveislutíma gagna sjóðsins má nálgast hjá persónuverndarfulltrúa eða staðgengli hans.

Vinnsla persónuupplýsinga hjá Birtu byggir á lögmætum grunni, þ.e. ýmist lögbundinni heimild eða á grundvelli upplýsts samþykkis. Sem dæmi um hið fyrrnefnda eru iðgjaldaupplýsingar (nafn, kennitala, heimilisfang, vinnuveitandi, fjárhæð iðgjalds og mótframlags, o.s.frv.) sem sjóðurinn vinnur og varðveitir á grundvelli laga laga um lífeyrissjóði og á grundvelli kjarasamnings. Dæmi um hið síðarnefnda er umsókn um lífeyri eða lánsumsókn.

Í þeim tilvikum þar sem vinnsla persónuupplýsinga grundvallast á samþykki hefur sá sem samþykkið veitti, heimild til að afturkalla samþykki sitt að gættum lögum og reglum sem gilda um starfsemi sjóðsins. Dæmi um slíkt væri afturköllun umsóknar um lán eða lífeyri. Við slíkar aðstæður ber sjóðnum að eyða persónuupplýsingum í vörslu sinni sem fylgdu umsókninni, að gættum lögum og reglum sem gilda um starfsemina.

Skráður einstaklingur, þ.e. sá sem persónuupplýsingarnar varðar getur óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum, óskað eftir að þær verði leiðréttar, þeim eytt eða vinnsla þeirra takmörkuð eða andmælt vinnslu þeirra eða óskað eftir flutningi gagnanna. Svo fremi sem lög sem gilda um skráningu og vinnslu persónuupplýsinga, lög og reglur um starfsemi lífeyrissjóðsins eða tæknilegir annmarkar standa því ekki í vegi, tekur sjóðurinn slíkar beiðnir til greina.

Skyldusparnaður

Viðmiðunariðgjöld eru persónubundin og taka mið af iðgjöldum sem greidd voru til Sameinaða lífeyrissjóðsins á árinu 2005. Þeir sem eiga rétt á viðmiðunariðgjaldi eiga rétt á að greiða sem þeirri fjárhæð nemur í jafna réttindaávinnslu. Iðgjald hvers árs umfram verðbætt viðmiðunariðgjald færist í aldurstengda ávinnslu.

Fram til ársins 2004 fengu allir sjóðfélagar sömu lífeyrisréttindi fyrir sama iðgjald óháð aldri. Sjóðfélagar, sem voru yngri en 25 ára, höfðu mikinn hag af því að taka upp aldurstengt réttindakerfi, sem byggir á því að verðmæti iðgjalda er meira eftir því sem það ávaxtast lengur hjá lífeyrissjóðnum.

Til að koma til móts við sjóðfélaga 25 ára og eldri, og tryggja jafnræði í réttindaávinnslu, voru iðgjöld þeirra í lífeyrissjóðinn árið 2005 notuð til viðmiðunar á rétti til framtíðar greiðslu iðgjalda í jafna réttindaávinnslu.

Nei. Eingöngu sjóðfélagar sem greiddu til Sameinaða lífeyrissjóðsins árið 2005 eiga rétt á viðmiðunariðgjaldi hjá Birtu lífeyrissjóði.

Réttur til viðmiðunariðgjalds kemur fram á sjóðfélagavef Birtu og á sjóðfélagayfirlitum sem send eru út tvisvar á ári. Viðmiðunariðgjaldið er bæði birt eins og það stóð í upphafi og einnig uppreiknað með vísitölu neysluverðs.

Nei. Viðmiðunariðgjald sem sjóðfélagi á hjá Birtu lífeyrissjóði eru ekki réttindi sem hægt er að færa til annarra lífeyrissjóða. Því er lögð áhersla á að sjóðfélagar kanni verðmæti þessa réttar skipti þeir um starf eða hyggjast af öðrum ástæðum greiða til annars lífeyrissjóðs. Verðmæti viðmiðunariðgjalds eykst með aldri og veitir t.d. 74% meiri réttindin fyrir 66 ára launafólk en aldurstengd ávinnsla réttinda.

Samkvæmt jafnri ávinnslu réttinda eru lífeyrisréttindi 1.203 kr. fyrir hvert 10.000 kr. iðgjald. Aldurstengd réttindi fara eftir réttindatöflum.

Aldur sjóðfélaga Lífeyrisréttur í jafnri ávinnslu Lífeyrisréttur í aldurstengdu kerfi
29 ára 1.203 kr. 2.080 kr.
39 ára 1.203 kr. 1.470 kr.
49 ára 1.203 kr. 1.130 kr.
59 ára 1.203 kr. 889 kr.

Í aldurstengdu kerfi veitir 10.000 kr. iðgjald fyrir 29 ára sjóðfélaga rétt til 2.080 kr. lífeyris á ári en 889 kr. fyrir 59 ára sjóðfélaga. Til að tryggja jafnræði í ávinnslu réttinda þegar skipt var um réttindakerfi voru iðgjöld sjóðfélaga árið 2005, þá 25 ára og eldri, notuð til viðmiðunar á rétti til framtíðar greiðslu iðgjalda í jafna réttindaávinnslu. Gefum okkur sem dæmi að tveir 59 ára sjóðfélagar greiði í Birtu lífeyrissjóð. Báðir eru með 400.000 kr. í mánaðarlaun, greiða lögum samkvæmt 50.000 kr. á mánuði í lífeyrissjóðs og munu hefja lífeyristöku 67 ára.

Sjóðfélagi A á ekki rétt á viðmiðunariðgjaldi.

Sjóðfélagi B á rétt á viðmiðunariðgjaldi. Viðmiðunariðgjald er persónubundið en gefum okkur að viðmiðunariðgjaldið sé 300.000 kr. á einu starfsári, eða 25.000 kr. á mánuði, miðað við greidd iðgjöld árið 2005 verðbætt til dagsins í dag.

Eins og sjá má í töflum hér að neðan er lífeyrisréttur sjóðfélaga B 785 kr. meiri en hjá sjóðfélaga A, fyrir hvern unnin mánuð. Á einu ári munar 9.420 kr. á lífeyrisrétti þessara tveggja sjóðfélaga. Eftir því sem aldur er hærri minnka aldurstengd réttindi meira og viðmiðunariðgjaldið fær sífellt meira vægi í réttindaöflun.

Sjóðfélagi A Mánaðarleg greiðsla í lífeyrissjóð
Aldurstengd iðgjöld 50.000 kr.
Réttindi fyrir 50.000 kr. iðgjald m.v. 59 ára aldur 889 * 5 = 4.445 kr.
Viðmiðunariðgjald 0 kr.
Réttindi fyrir 0 kr. iðgjald 0 kr.
Lífeyrisréttur alls** 4.445 kr.
Sjóðfélagi B Mánaðarleg greiðsla í lífeyrissjóð
Aldurstengd iðgjöld 25.000 kr.
Réttindi fyrir 25.000 kr. iðgjald m.v. 59 ára aldur 889 * 2,5 = 2.223 kr.
Viðmiðunariðgjald 300.0000 kr.
Réttindi fyrir 25.000 kr.* iðgjald 1.203 * 2,5 = 3.008 kr.
Lífeyrisréttur alls** 5.230 kr.

* Í þessu dæmi er miðað við að viðmiðunariðgjald sé 300.000 kr. á ári eða 25.000 kr. á mánuði. Viðmiðunariðgjald er persónubundið og því getur verið um aðra fjárhæð að ræða.

** Lífeyrir úr sameign við 67 ára aldur, á ári, ævilangt.

Séreign inn á lán

Allir sem greiða í séreignarsparnað samkvæmt samningi, á vinnutímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2019 geta nýtt sér skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar á húsnæðislánum eða til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að um sé að ræða húsnæði til eigin nota. Athuga skal að ekki verður unnt að nota tilgreinda séreign til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán eða safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa.

1. júlí 2017 tók nýtt úrræði gildi sem nær til allra sem eru að kaupa sér sína fyrstu fasteign eða vilja byrja að safna sér fyrir fasteign. Aðgerðin er stuðningur til ungs fólks og þeirra sem hafa ekki átt fasteign áður til að auðvelda þeim að eignast húsnæði. Skilyrði er að um sé að ræða húsnæði til eigin nota.

Hver og einn ætti að íhuga stöðu sína og taka ákvörðun út frá henni.

Kosturinn við þessar heimildir er að greiðslurnar eru skattfrjálsar. Að jafnaði er hins vegar greiddur tekjuskattur þegar kemur að útgreiðslu valkvæðs séreignarsparnaðar. Ef markmiðið er að greiða upp fasteignalán léttir þetta afborganir og minnkar heildargreiðslubyrði á lánstímanum.

Hafa ber í huga að séreignarsparnaður er ekki aðfararhæfur og því er ekki hægt að taka hann upp í greiðslur við gjaldþrot. Þegar séreign er greidd inn á höfuðstól láns gildir þetta hins vegar ekki lengur og séreignin getur tapast við gjaldþrot þar sem fasteignin er aðfararhæf.

Heimildin vegna tímabundinna úrræða nær til inneignar sem myndast hefur vegna launa á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2019.

Vegna kaupa á fyrstu íbúð má nýta samfellt 10 ára tímabil allt frá 1.júlí 2014.

Sótt er um á leidretting.is og er ein umsókn fyrir hvern einstakling, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar.

Umsækjendur geta fylgst með greiðslum úr valkvæðum séreignarsjóði á yfirlitum sem Birta lífeyrissjóður sendir tvisvar á ári eða á sjóðfélagavef Birtu. Jafnframt er hægt að fylgjast með greiðslum inn á lán á umsóknarsíðunni leidretting.is.

Ef nýta á úrræðið til að greiða inn á höfuðstól skiptir ekki máli hvort lánið er verðtryggt eða óverðtryggt. En ef tekið er óverðtryggt lán má nýta úrræðið bæði til að greiða niður höfuðstól og lækka afborganir lánsins. Mánaðarlegar afborganir af óverðtryggðum lánum eru hærri til að byrja með og því nýtist úrræðið til að létta greiðslubyrði þeirra lána í upphafi.

Nei, lánið hækkar einfaldlega minna en það hefði gert ef ekki hefði verið greitt inn á höfuðstól þess.

Frjálst er að skipta um húsnæði á þeim tíma og ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán sem tekin eru vegna nýs húsnæðis í staðinn. Skilyrði er að kaup á nýrri íbúð fari fram inn 12 mánaða frá sölu þeirrar íbúðar sem veitti réttinn í upphafi.

Ef umsækjandi einhverra hluta vegna hættir að greiða í séreignarlífeyrissjóð leiðir af sjálfu að ekki er hægt að taka út eða greiða inn á lán vegna launagreiðslna á þeim tíma. Engu að síður telst sá tími sem þannig rof verður á greiðslum til heildartímans sem ráðstöfun er heimil, þ.e. tíu ára tímabilsins. Vari slíkt rof á greiðslum í lengri tíma en tólf mánuði þarf viðkomandi að endurnýja umsókn sína um ráðstöfun hefji hann greiðslu á iðgjöldum á nýjan leik áður en tíu ára samfelldu tímabili er lokið frá því að hann fyrst ráðstafaði iðgjöldum vegna kaupa á fyrstu íbúð.

Lánareglur

Lántökurétt eiga sjóðfélagar sem uppfylla eitthvert eftirfarandi skilyrða; hafa greitt síðustu þrjá mánuði í samtryggingardeild, hafa greitt síðustu sex mánuði í séreignardeild eða eru með tveggja ára samfellda greiðslusögu í sjóðinn. Sama rétt hafa þeir sem uppfylltu eitthvert skilyrðanna þegar taka lífeyris hófst.

Skilyrði er að lán, sem lífeyrissjóðurinn veitir, að viðbættum áhvílandi og uppfærðum forgangsveðskuldum, séu þær verðtryggðar, má ekki vera hærra en sem nemur 65% af metnu markaðsvirði.

Heildarveðsetning má ekki vera umfram 90% af samanlögðu brunabóta- og lóðarmati.

Fasteignaveð þarf að liggja fyrir þegar kauptilboð eða kaupsamningur, sem lántaki er aðili að, er samþykkt. Aðeins er heimilað veð sem er í fullri eign lántaka eða í sameign við maka eða í 100% eigu hjúskaparmaka og ekki liggur fyrir kaupmáli þar sem veðið er skráð séreign maka, enda er þá gætt ákvæða laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn.

Skilyrði er að lán, sem sjóðurinn veitir, að viðbættum áhvílandi og uppfærðum forgangsveðskuldum, séu þær verðtryggðar, má ekki vera hærra en 35% af metnu markaðsvirði. Lánstími getur verið allt að 15 ár. Ef sumarhúsið er á leigulóð getur lánstími þó aldrei farið fram yfir gildistíma lóðarleigusamnings. Vaxtaálag er 0,75% ofan á gildandi sjóðfélagavexti.

Ef fasteign er í smíðum skal matsverð við lántöku gilda ef fullnægjandi smíðatrygging/brunatrygging liggur fyrir sem samræmist því mati. Óheimilt er að breyta eða segja upp slíkri tryggingu nema með samþykki lífeyrissjóðsins. Ekki er veitt lán gegn veði í fasteign, sem er í smíðum, nema slík trygging sé fyrir hendi.

Lífeyrissjóðurinn lánar ekki gegn veði í ósamþykktu íbúðarhúsnæði né íbúðarhúsnæði sem fellur undir félagslega íbúðakerfið. Sjóðurinn lánar ekki út á eignir sem reknar eru í atvinnuskyni s.s. til útleigu.

Sjóðurinn getur farið fram á að verðmæti fasteignar sé metið af löggiltum fasteignasala í samráði við sjóðinn. Umsækjanda láns ber að greiða kostnað vegna mats og vegna öflunar gagna. Ef ekki liggur fyrir verðmat löggilts fasteignasala eða söluverð samkvæmt kaupsamningi er heimilt að miða við gildandi fasteignamat Fasteignamats ríkisins. Veðsetningarhlutfall er að hámarki 65%.

Breytingar á lánum

Það getur verið hagkvæmara að flytja eldra lán á nýja eign frekar en að taka nýtt lán, þar sem komast má hjá lántökukostnaði. Það veltur meðal annars á kjörum núverandi láns, þeim lánamöguleikum sem í boði eru hverju sinni og veðsetningarhlutfalli á nýrri eign.

Birta lífeyrissjóður getur heimilað veðflutning við eigendaskipti á íbúð. Skilyrði fyrir veðflutningi er að lán sé í skilum og að, veðstaða lánsins eftir veðflutning sé ekki umfram 65% af metnu markaðsverði hinnar nýju eignar sem löggiltur fasteignasali eða annar sérfróður aðili, tilnefndur af sjóðnum, framkvæmir. Veðflutningur má ekki leiða til aukinnar áhættu fyrir sjóðinn.

Gögn sem þurfa að fylgja:
Beiðni um veðflutning
Upplýsingar um eftirstöðvar áhvílandi lána eða síðustu greiðsluseðlar áhvílandi lána
Veðbókarvottorð
Fasteignamatsvottorð

Birta lífeyrissjóður áskilur sér rétt til að kalla eftir öðrum gögnum, sé þess þörf. Ef um aukna lántöku er að ræða samhliða veðlánaflutningnum þarf umsækjandi að gangast undir greiðslumat.

Beiðni um veðflutning PDF - 100,8 KB

Það getur verið hagkvæmt að taka yfir eldra lán. Ekki þarf að greiða lántökugjöld og eftir því sem lengra er liðið á lánstímann verður skuldalækkun hraðari og eignamyndun meiri. Gott er að bera saman kjör núverandi láns og þá lánamöguleika sem í boði eru hverju sinni.

Sé nafnabreytingar óskað, án þess að verið sé að selja viðkomandi eign, þarf umsækjandi að skila inn nýju mati á verðmæti eignarinnar. Nýr skuldari getur átt kost á að taka við láni en þá verður beiðni um nafnabreytingu að vera skrifleg. Afrit af kaupsamningi þarf sömuleiðis að fylgja með þar sem fram kemur markaðsvirði eignarinnar sem lánið hvílir á. Ef nýr skuldari er á vanskilaskrá ber að hafna umsókninni. Ef í ljós kemur skv. kaupsamningi að lánið rúmast ekki innan veðmarka, miðað við markaðsviði eignarinnar, er nýr skuldari ekki samþykktur nema að greitt sé inn á lánið þannig að það rúmist innan veðmarka.

Gögn sem þurfa að fylgja:
Beiðni um skuldaraskipti
Upplýsingar um eftirstöðvar áhvílandi láns eða síðustu greiddu greiðsluseðlar áhvílandi láns
Veðbókarvottorð.
Fasteignamatsvottorð

Birta lífeyrissjóður áskilur sér rétt til að kalla eftir öðrum gögnum, sé þess þörf. Ef um aukna lántöku er að ræða samhliða veðlánaflutningnum þarf umsækjandi að gangast undir greiðslumat.

Birta lífeyrissjóður býður þeim sem sjá fram á greiðsluerfiðleika vegna afborgana af sjóðfélagalánum upp á ýmis úrræði. Starfsfólk sjóðsins aðstoðar ef óskað er eftir því að finna hentuga lausn, enda uppfylli lántaki skilyrði lánareglna sjóðsins. Umsóknir um skilmálabreytingar ber að rökstyðja skriflega.

Helstu almennu úrræðin eru:
Lenging lánstíma í allt að 40 ár.
Breytinga jafnra afborgana í jafnar greiðslur.
Vanskilum bætt við höfuðstól.
Sérstakt úrræði, frysting láns
Frysting felur í sér að lántaki greiðir ekki af láninu á meðan frysting varir. Vextir og verðbætur tímabilsins bætast hins vegar við höfuðstólinn sem verður því nýr og hærri að þessu tímabili loknu þegar greiðslur hefjast að nýju. Skilyrði fyrir frystingu láns (frestun greiðslna) eru meðal annars:
Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða annarra ófyrirséðra atvika.
Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð vegna greiðsluerfiðleika, ef við á.

Umsókn um frystingu láns þarf að berast sjóðnum að minnsta kosti 15 dögum fyrir fyrsta gjalddaga sem óskað er eftir frystingu á. Einnig ber að skila greinargerð þar sem ástæður umsóknar um frystingu eru tilgreindar. Frysting fellur niður við sölu fasteignar. Við skilmálabreytingar þarf samþykki síðari veðhafa ef breytingin getur haft áhrif á rétt hans/þeirra. Starfsfólk sjóðsins veitir nánari upplýsingar og aðstoð vegna þessara úrræða.

Farið er yfir greiðslusögu viðkomandi skuldara og hvort um fyrirhyggju/sinnuleysi vegna vanskila er að ræða. Skuldara ber að sýna fram á að verulegar líkur séu á því að hann ráði við greiðslubyrði að lokinni skuldbreytingu. Birta lífeyrissjóður áskilur sér rétt til að kalla eftir öðrum gögnum, sé þess þörf.

Gögn sem þurfa að fylgja skilmálabreytingu:
Veðbókarvottorð
Fasteignamatsvottorð
Upplýsingar um eftirstöðvar áhvílandi lána eða síðustu greiddu greiðsluseðlar áhvílandi lána.
Greiðslumat, ef við á.

Greiðslujöfnun var sett á öll lán einstaklinga í desember 2009, að undanskildum lánum sem voru í frystingu eða í vanskilum. Hægt er að afþakkað greiðslujöfnun með því að fylla út formið hér að neðan. Sjálfvirk greiðslujöfnun nær ekki til lána fyrirtækja og félaga.

Athygli er vakin á því að þegar upp er staðið leiðir greiðslujöfnun til aukins kostnaðar fyrir lántaka í formi vaxta og verðbóta. Því er ekki sjálfgefið að lánshafar hafi hag af greiðslujöfnuninni. Jafnvel þótt hún létti vissulega greiðslubyrði af láni tímabundið í niðursveiflu og geti þannig létt á efnahag heimila, einkum í þeim tilvikum þegar greiðslubyrði er hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum.

Ávallt þarf að sækja um veðleyfi til sjóðsins þegar á að veðsetja eign sem sjóðurinn er með veðbönd á. Nauðsynlegt er að skila inn umsókn um veðleyfi auk fylgigagna.

Beiðni um veðleyfi PDF - 59,0 KB

Gjaldskrá

Lántökugjald ef útbúa þarf eitt skuldabréf 49.000 kr.
Viðbótarskuldabréf/blandað lán 8.000 kr.*
Þinglýsingargjald 2.000 kr.**
Greiðslumat fyrir einstakling 6.500 kr.
Greiðslumat fyrir hjón/sambúðaraðila 10.500 kr.

Lántökugjald ef útbúa þarf eitt skuldabréf að viðbættum kostnaði vegna greiðslumats og þinglýsingargjaldi er kr. 57.500 þegar einstaklingur á í hlut en kr. 61.500 og þegar hjón/sambúðaraðilar eiga í hlut.

* Þegar útbúa þarf tvö skuldabréf. Lántökugjaldið er 49.000 kr. fyrir fyrra lánið og 8.000 kr. fyrir seinna lánið ef um er að ræða lán sem tekin eru samtímis, á sömu fasteign. Alls 57.000 kr.

** Lántaki annast sjálfur þinglýsingu skuldabréfa.

Kostnaður við greiðslur samkvæmt gildandi verðskrá innheimtuaðila Íslandsbanka (frá 4. maí 2018)
Tilkynninga- og greiðslugjald skuldfært af reikningi - pappírsyfirlit 255 kr.
Tilkynninga- og greiðslugjald skuldfært af reikningi - netyfirlit 130 kr.
Greitt með greiðsluseðli - pappírsyfirlit 640 kr.
Greitt með greiðsluseðli - netyfirlit 515 kr.
Veðflutningur 5.000 kr.
Skuldaraskipti 5.000 kr. + greiðslumat, ef við á
Skilmálabreyting 5.000 kr.
Skilyrt veðleyfi 5.000 kr.
Greiðslumat fyrir einstakling 6.500 kr
Greiðslumat fyrir hjón/sambúðaraðila 10.500 kr.
Þinglýsingargjald 2.000 kr.*
Veðbandslausn 5.000 kr.

* Lántaki annast sjálfur þinglýsingu skuldabréfa.

Eindagi lána er sá sami og gjalddagi. Ef greitt er eftir gjalddaga/eindaga reiknast vextir frá þeim tíma til greiðsludags.

Birta lífeyrissjóður sendir bréf vegna hvers og eins vanskilagjalddaga í samræmi við innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009. Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs sé þörf á frekari upplýsingum vegna innheimtugjalda.

Sjóðurinn innheimtir 1% uppgreiðslugjald af umframgreiðslum inn á lán sem bera fasta vexti, fyrstu 5 ár af líftíma skuldabréfs. Ekki er innheimt uppgreiðslugjald ef umframgreiðsla nemur lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli í samræmi við lög nr. 118/2016.

Lán sem bera breytilega vexti hafa ekkert uppgreiðslugjald.

Greiðendur eru vinsamlegast beðnir um að setja númer láns í tilvísun.

Umframgreiðslur Reikningsnúmer: Kennitala:
Greiðslur inn á lán Birtu lífeyrissjóðs 526-22-1 421289-2639

* Vinsamlegast sendið fyrirspurnir vegna umframgreiðslna inn á lán á iris@birta.is.

English

Yes, according to Section 1.4 of Act No. 129/1997 on mandatory pension insurance and the operation of pension funds, all employees and employers or self-employed persons are obliged to secure their pension rights through membership of a pension fund from the age of 16 years until 70 years of age.

An exception to this is when a foreign national within the European Economic Union area is an employee of an overseas company and works in Iceland temporarily, i.e. a maximum of 12 months. In such a case, he is not under obligation to pay premiums into a pension fund in accordance with Icelandic legislation, provided that he has an E-101 form from his home country. The E-101 form is certification that the employee is insured in accordance with the social security legislation of his home country.

Foreign nationals are encouraged to contact Birta pension funds consultants and explore their obligations and rights.

According to Section 19.4 of Act No 129/1997, on mandatory pension insurance and the operation of pension funds, pension contributions of foreign nationals emigrating from Iceland may be reimbursed, provided this is not prohibited in accordance with international agreements to which Iceland is a party.

  • Reimbursement can not be limited to a specific portion of the contributions except on proper actuarial premises. This means that a pension fund may retain the part of the paid premium that is equivalent to the fee for the entitlements that the said individual has enjoyed in the fund while he contributed to it (invalidity, spouse or child pension).
  • Reimbursements are subject to taxation. In cases where an individual has emigrated from Iceland and where double taxation avoidance treaties apply between the country where the individual is resident and Iceland, the double taxation avoidance treaty shall determine whether the income is subject to taxation in Iceland or not. According to the provisions of most double taxation avoidance treaties, full tax obligation applies in Iceland for such reimbursements, as these payments are regarded as income accrued from employment in Iceland.

Foreign nationals are encouraged to contact Birta pension funds consultants and explore their obligations and rights.