27. desember 2017
Áríðandi um séreignarsparnað og kaup á fyrstu fasteign
self.header_image.title
Við vekjum athygli sjóðfélaga á því að 1. júlí 2017 tóku gildi ný lög um stuðning til að kaupa eða byggja fyrstu fasteign. Þeir sem falla undir ákvæði umræddra laga hafa heimild til að nýta skattfrjálsan viðbótarlífeyrissparnað að ákveðnu marki til að eignast fyrstu fasteign.


Heimildin gildir til allt að tíu ára samfellt og  nær einnig til þeirra sem keyptu/byggðu sína fyrstu fasteign frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og nýta heimildir samkvæmt eldri lögum.

Kaupendur/húsbyggjendur fyrstu fasteignar sinnar eftir 1. júlí 2014 ættu að kanna hvort þeir eigi rétt á og vilji sækja um heimild samkvæmt nýju lögunum. Réttur til slíks kann að vera til staðar þó svo viðkomandi nýti sér nú þegar heimild til að borga af láni með viðbótarlífeyrissparnaði.

Hámarksupphæð sem nýta má í þessu skyni er 5 milljónir króna en 10 milljónir króna fyrir tvo sem kaupa fasteign saman.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á http://www.rsk.is/einstaklingar/eignir-og-skuldir/fyrsta-ibud en einnig er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum þjónustuvef RSK. 

  • Sá sem uppfyllir skilyrði laganna sem gilda frá 1. júlí sl., og og vill sækja um heimildir samkvæmt þeim, geri það á vefnum skattur.is í síðasta lagi núna á gamlársdag, 31. desember 2017.