08. maí 2017
Fjölmennur ársfundur Birtu lífeyrissjóðs
self.header_image.title

Fundargestir á ársfundi Birtu lífeyrissjóðs séð frá púltiÁrsfundur Birtu lífeyrissjóðs var haldinn þriðjudaginn 9.maí 2017. Fundurinn var mjög vel sóttur en þeir sem ekki komust á fundarstað gátu fylgst með störfum fundarins í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu sjóðsins. Margir sjóðfélagar tóku til máls og líflegar umræður voru á fundinum. 

Á fundinum var gerð grein fyrir núverandi stjórn og einni breytingu sem orðið hefur frá stofnfundi sjóðsins. Þann 7. mars síðastliðinn sagði Anna Guðný Aradóttir sig úr stjórn Birtu eftir fimm ára þátttöku í stjórn Stafa lífeyrissjóðs og síðar Birtu.Stjórn Birtu lífeyrissjóðs ásamt fráfarandi stjórnarmanni 

Anna sinnti sínu starfi vel og naut trausts meðstjórnenda og var hún bæði formaður og varaformaður í stjórn Stafa og fyrsti varaformaður í stjórn Birtu. Hún var virkur þátttakandi í því að mynda Birtu lífeyrissjóð með sameiningunni og eru Önnu færðar sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sjóðsins.

Drífa Sigurðardóttir hefur tekið sæti Önnu í stjórn, en Drífa var varamaður í stjórn Birtu. Drífa er skipuð til vorsins 2018 af SA skv. skipunarbréfi þess efnis. Fundargestir á ársfundi Birtu lífeyrissjóðsSem varamaður í stað Drífu hefur verið skipuð Hanna Þórunn Skúladóttir.

Upptaka af ársfundi og helstu fundargögn eru aðgengileg hér neðar á síðunni.