20. maí 2019
Yfirlit og fréttabréf til sjóðfélaga
self.header_image.title

Sjóðfélagar Birtu lífeyrissjóðs fá á næstu dögum send heim til sín yfirlit um iðgjaldaskil á tímabilinu 01.10.2018 til 30.04.2019 og stöðu lífeyrisréttinda. Mikilvægt er fyrir hvern og einn sjóðfélaga að kanna sitt yfirlit og skoða hvort iðgjöld hafi skilað sér til sjóðsins. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða þjónustufulltrúa Birtu lífeyrissjóðs, innan 60 daga frá útsendingu yfirlitanna.

Mynd af fréttabréfi

Berist sjóðfélaga ekki yfirlit, gæti það bent til þess að iðgjöldum hafi ekki verið skilað og er þá hægt að hafa samband við skrifstofu okkar með því að hringja í síma 480 7000 eða senda tölvupóst á netfangið: birta@birta.is

Þær upplýsingar sem koma fram í yfirlitinu eru einnig aðgengilegar á sjóðfélagavefnum. Hægt er að afþakka yfirlit á pappír með því að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn. Undir Stillingar–Notendaupplýsingar er hægt að haka í box og þar með afþakkað yfirlit á pappír.

Fréttabréf

Með sjóðfélagayfirlitinu fylgir fréttabréf Birtu lífeyrissjóðs. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um afkomu sjóðsins árið 2018, hugmynd stjórnar um að fjármagna nýbyggingu Tækniskólans og viðtal við nýjan stjórnarformann, Ingibjörgu Ólafsdóttur.

Kynning fyrir sjóðfélaga sem nálgast töku lífeyris - Röng dagsetning í fréttabréfi

Í fréttabréfinu er tilkynning um kynningarfund fyrir þá sjóðfélaga sem nálgast töku lífeyris þar sem þeir geta kynnt sér lífeyrisréttindi sín og fengið ýmsar upplýsingar sem hjálpa við að ákveða hvenær þeir hefja töku lífeyris. Í fréttabréfinu er sagt að fundurinn verði þriðjudaginn 28. maí nk. en hið rétta er að fundurinn verður mánudaginn 27. maí nk. kl. 17.

Nánari upplýsingar um kynningarfundinn má finna hér.