Vextir og lánskjör

Lántakendur geta valið um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðtryggð lán með breytilegum eða föstum vöxtum. Hægt er að velja um jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og lánstíma á bilinu 5-40 ár.

Lánareiknivél

Óverðtryggð lán

Allt að 65% veðsetning nema ef um fyrstu kaup er að ræða, þá 75%.

Breytilegir vextir
Allt að 65% veðsetning
Vextir nú 10,35%

Verðtryggð lán

Allt að 65% veðsetning nema ef um fyrstu kaup er að ræða, þá 75%.

Fastir vextir
Allt að 65% veðsetning
Vextir nú 3,6%
Breytilegir
Allt að 65% veðsetning
Vextir nú 3,29%

Jafnar greiðslur

Greiðslubyrði jafngreiðslulána helst stöðug yfir lánstímann ef vextir eru fastir eða sveiflast lítið en afborganir af höfuðstól lánsins eru lágar til að byrja með á sama tíma og vaxtagreiðslur eru háar. Eignamyndun er því hæg í upphafi en eykst eftir því sem líður á lánstíma.

  • Léttari greiðslubyrði við lántöku getur gefið aukið svigrúm við fasteignakaup.
  • Léttari greiðslubyrði í byrjun getur auðveldað töku óverðtryggðs láns.
  • Höfuðstóll greiðist hægar niður í samanburði við lán með jöfnum afborgunum.

Jafnar afborganir

Lán með jöfnum afborgunum greiðast hraðar niður en lán með jöfnum greiðslum, á móti kemur að greiðslubyrðin er mun þyngri framan af lánstímanum. Eignamyndun er jöfn yfir lánstímann þar sem sama afborgun leggst inn á höfuðstól lánsins.

  • Greiðslubyrði lækkar eftir því sem líður á lánstímann.
  • Hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls lækkar heildarkostnað vegna lántöku.