Barnalífeyrir

Ef sjóðfélagi fellur frá eða verður óvinnufær geta börn hans sem eru innan við 18 ára aldur átt rétt á barnalífeyri.

Umsókn um makalífeyri og/eða barnalífeyri

Réttur til barnalífeyris

Barnalífeyrir er greiddur með börnun sjóðfélaga sem hann hefur haft á framfæri ef hann fellur frá eða verður óvinnufær.

Við örorku eða fráfall sjóðfélaga getur skapast réttur til barnalífeyris
Barnalífeyrir greiðist til barna sjóðfélaga til 18 ára aldurs

Umsóknarferli

Það getur tekið 1-2 mánuði, frá því umsókn berst sjóðnum með öllum gögnum, þar til greiðslur fara að berast.

Sótt er um barnalífeyri í umsókn um makalífeyri eða örorkulífeyri

Greiðslur

Barnalífeyrir greiðist sjóðfélaga samhliða örorku en barni ef greitt er við fráfall sjóðfélaga

Barnalífeyrir breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs
Greiðslur eru skattskyldar