Eftirlaunalífeyrir

Lífeyrissjóðurinn greiðir eftirlaunalífeyri til æviloka. Lífeyrisréttur miðast við að hefja töku við 67 ára aldur. Hægt er að flýta töku eftirlauna allt frá 60 ára aldri eða seinka til allt að 80 ára aldurs. Fjárhæð eftirlaunalífeyris ræðst af þeim iðgjöldum sem sjóðfélagi greiðir í sjóðinn á starfsævinni, aldri við töku lífeyris og af afkomu sjóðsins.

Með lífeyrisreiknivélinni er auðveldlega hægt að reikna út eftirlaun miðað við mismunandi forsendur og fá þannig vísbendingar um tekjur að starfsferli loknum.

Umsókn um eftirlaun

Við upphaf eftirlauna

Eftirlaun sjóðfélaga endurspegla iðgjöld hans yfir starfsævina og ávöxtun sjóðsins í gegnum árin. Eftirlaunalífeyrir er borgaður út mánaðarlega með jöfnun greiðslum.

Skila þarf inn umsókn í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem taka þeirra á að hefjast. Berist umsókn eftir það verður greitt frá næsta mánuði. Greitt er síðasta virka dag mánaðar.

Hvenær má hefja töku eftirlauna?
Hvaða áhrif hefur frestun eða flýting lífeyristöku á lífeyrinn minn?
Hálfur lífeyrir
Séreignarsparnaður og tilgreind séreign auka sveigjanleika við starfslok
Réttindi í öðrum lífeyrissjóðum

Áætla eftirlaun

Umsókn um eftirlaun

Umsóknarferlið

Skila þarf inn umsókn í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem taka þeirra á að hefjast. Berist umsókn eftir það verður greitt frá næsta mánuði. Greitt er síðasta virka dag mánaðar.

Sótt um eftirlaun

Greiðslur

Hægt er að hefja töku eftirlaunalífeyris úr samtryggingarsjóði á aldrinum 60-80 ára. Fullur réttur miðast við 67 ára eftirlaunaaldur.

Útgreiðsla eftirlauna
Greiðslur eftirlauna breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs
Greiðslur frá lífeyrissjóðum geta haft áhrif á réttindi almannatrygginga
Greiðslur eru skattskyldar