Örorkulífeyrir

Örorkulífeyrir er í eðli sínu afkomutrygging. Verði sjóðfélagi fyrir tekjuskerðingu, vegna skertrar starfsorku af völdum slyss eða sjúkdóms, kann hann að eiga rétt á örorkulífeyri frá Birtu lífeyrissjóði.

Réttur til örorkulífeyris er takmarkaður fyrstu þrjú árin sem greitt er í lífeyrissjóð og því ráðleggjum við yngri sjóðfélögum að kaupa sér viðbótarvernd a.m.k. þessi fyrstu ár.

Sækja um örorkulífeyri

Réttur til örorkulífeyris

Sjóðfélagi á rétt á örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði ef starfsgeta skerðist um að minnsta kosti 50% og tekjur skerðast. Örorkulífeyrir er miðaður við áunnin lífeyrisréttindi.

Hverjir eiga rétt á örorkulífeyri?
Upphæð örorkulífeyris ákvarðast af áunnum réttindum, hlutfalli skertrar starfsorku og framreikningi
Við örorku getur skapast réttur til barnalífeyris
Sjóðfélagi lenti í slysi og er frá vinnu en ætla aftur á vinnumarkað. Á hann rétt á örorkulífeyri?
Getur réttur til örorkulífeyris fallið niður?
Geta greiðslur úr örorkulífeyri lækkað?
Hvenær hætta örorkulífeyrisgreiðslur?

Umsóknarferli

Sjóðfélagar sem sækja um örorkulífeyrir eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu sjóðsins áður en umsókn er fyllt út og fá leiðbeiningar um umsóknarferlið.

Hvaða gögnum þarf að skila?
VIRK fer yfir allar umsóknir og ákveður hvort reyna eigi starfsendurhæfingu
Viðtal og skoðun hjá trúnaðarlækni sjóðsins
Hvað tekur ferlið langan tíma?

Örorkumat

Ákvörðun um rétt til örorkulífeyris byggist á læknisfræðilegum upplýsingum sem fylgja umsókn um örorkulífeyri, niðurstöðum trúnaðarlæknis sjóðsins (í flestum tilvikum eftir viðtal eða skoðun), tekjuupplýsingum auk annarra fylgigagna.

Samþykktir Birtu lífeyrissjóðs gilda við úrskurð örorkulífeyris
Mat á orkutapi
Orkuskerðing getur verið metin tímabundin eða varanleg

Greiðslur

Samanlagður örorku- og barnalífeyrir getur aldrei orðið hærri en það tekjutap sem sjóðfélagi hefur sannanlega orðið fyrir vegna örorkunnar. Tekjur síðustu fjögurra almanaksára fyrir orkuskerðinguna eru hafðar til viðmiðunar.

Útgreiðsla örorkulífeyris
Greiðslur eru skattskyldar