Ávöxtun


Mikilvægt er að spara til að byggja upp eignir. En góðir hlutir gerast hægt og því er farsælast að líta á sparnað sem langhlaup en ekki spretthlaup. Birta lífeyrissjóður birtir upplýsingar um raunávöxtun yfir skemmri og lengri tímabil. Ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni

Séreign


Raunávöxtun

Frá áramótum 1 ár Frá stofnun*
Nafnávöxtun Raunávöxtun Nafnávöxtun Raunávöxtun Nafnávöxtun Raunávöxtun
Innlánsleið 3,8% 1,6% 5,0% 1,9% 4,6% 2,0%
Skuldabréfaleið 9,3% 7,0% 12,4% 9,1% 8,6% 6,0%
Blönduð leið 15,3% 12,8% 13,0% 9,7% 8,9% 6,2%

*Á ársgrundvelli

Fjárfestingarstefna séreignardeildar er mótuð til lengri tíma en eins árs. Engu að síður er hún endurskoðuð árlega af stjórn Birtu og fjárfestingaráði með tilliti til breytinga í umhverfi sjóðsins. Við mótun stefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga og ávöxtun á eignum sjóðsins að teknu tilliti til áhættu ávallt haft að leiðarljósi.

Markmið um eignasamsetningu hverrar deildar fyrir sig er að finna í fjárfestingarstefnunni.

Eignir Innlánsleiðar eru innlán í bönkum og má búast við jafnri og stöðugri ávöxtun, þó að hún geti verið lægri til lengri tíma litið en í söfnum þar sem sveiflur eru meiri.

Eignasamsetning 1.11.2019

Skuldabréfaleið er ætlað að gefa trausta og stöðuga ávöxtun, bæði til skemmri og lengri tíma. Megináherslan er á verðtryggð skuldabréf traustra útgefenda, svo sem ríkis og sveitarfélaga. Þó skuldabréfaleið sé ætlað að veita stöðuga ávöxtun geta miklar og snöggar breytingar á ávöxtunarkröfu á markaði leitt til sveiflna í ávöxtun þar sem verð skuldabréfa breytist við breytingar á markaðsvöxtum.

Eignasamsetning 1.11.2019

Hlutabréfaeign samanstendur af hlutabréfum í fyrirtækjum víða um heim, og stærstur hluti skuldabréfa er ríkisskuldabréf, skuldabréf sveitarfélaga og annarra traustra skuldara. Skuldabréfaeign eignasafnsins tryggir vissan stöðugleika en þó að mikilvægt sé að hafa í huga að skuldabréf sveiflast líka í verði. Búast má við að þótt hlutabréfaeign safnsins sé dreifð, muni hún leiða til nokkurra sveiflna í ávöxtun frá einu tímabili til annars.

Eignasamsetning 1.11.2019

Tilgreind séreign


Ávöxtun

Frá áramótum 1 ár Frá stofnun*
Nafnávöxtun Raunávöxtun Nafnávöxtun Raunávöxtun Nafnávöxtun Raunávöxtun
Tilgreind séreign 7,5% 5,2% 9,6% 6,4% 7,4% 4,6%

*Á ársgrundvelli

Fjárfestingarstefna leiðarinnar byggist fyrst og fremst á langtímamarkmiði í ávöxtun og mun eignasamsetning hennar þar af leiðandi endurspegla samtryggingardeild Birtu að mestu leyti hvað eignaflokka og vægi þeirra varðar. Þar sem um nýja fjárfestingarleið er að ræða hefur sjóðurinn áskilið sér rétt til að ná settu markmiði um eignasamsetningu leiðarinnar yfir 12 mánaða tímabil. Í ljósi þess voru vikmörk hvers eignaflokks fyrir sig skilgreind rúmlega í upphafi en verða þrengd eftir því sem tilefni gefast.

Eignasamsetning 1.11.2019

Ávöxtun eldri sparnaðarleiða