Sjá nánar >
03. desember 2019
Eignir og skuldbindingar vega salt

Iðgjaldagreiðslur til Birtu lífeyrissjóðs námu tæplega 9,4 milljörðum króna á fyrra helmingi ársins 2019.

self.header_image.title

Iðgjaldagreiðslur til Birtu lífeyrissjóðs námu tæplega 9,4 milljörðum króna á fyrra helmingi ársins 2019 en námu tæplega 8,2 milljörðum króna á sama tímabili 2018. Aukningin er þannig veruleg og á rætur að rekja til hækkandi launa á vinnumarkaði og góðs atvinnuástands í landinu.

Eignir sjóðsins aukast sem þessu nemur og í lok júní 2019 voru stóðu þær að miklu leyti undir heildarskuldbindingum hans. Einungis vantaði 0,7% upp á að eignir og heildarskuldbindingar vægju salt og ætla má að hlutfallsleg eignastaða muni batni enn frekar á síðari helmingi ársins.

Erlendar eignir Birtist aukast hlutfallslega og námu 31,4% af heild í lok júní 2019. Stefnt er að því að hlutfallið nálgist 40% innan fimm ára.

Áhugavert er líka að sjá í kennitöluyfirliti Birtu að tíu ára meðaltal hreinnar ávöxtunar eigna sjóðsins stefnir í að verða á bilinu 4 til 4,5% þegar yfirstandandi ár verður gert upp. Slík ávöxtun telst til tíðinda.