Sjá nánar >
03. desember 2019
Sjóðfélagayfirlit og fréttabréf

Sjóðfélagar Birtu lífeyrissjóðs fá á næstu dögum send heim til sín yfirlit um iðgjaldaskil á tímabilinu 01.05.2019 til 31.10.2019 og stöðu lífeyrisréttinda.

self.header_image.title

Mikilvægt er fyrir hvern og einn sjóðfélaga að kanna sitt yfirlit og skoða hvort iðgjöld hafi skilað sér til sjóðsins. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða þjónustufulltrúa Birtu lífeyrissjóðs, innan 60 daga frá útsendingu yfirlitanna.

Meðfylgjandi sjóðfélagayfirlit er hið síðasta sem Birta sendir í pósti útprentað á pappír. Hér eftir verða yfirlitin birt á eigin svæðum sjóðfélaga á vefnum island.is

Birta sparar sér verulegan rekstrarkostnað með því að hætta að borga fyrir pappír og póstþjónustu til að koma upplýsingum um iðgjaldagreiðslur á framfæri við sjóðfélagana. Fleiri lífeyrissjóðir hafa ákveðið að fara þessa sömu leið.

Fréttabréf

Með sjóðfélagayfirlitinu fylgir fréttabréf Birtu lífeyrissjóðs. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um ábyrgar fjárfestingar, samtökin IcelandSIF og jafnlaunavottun sem Birta öðlaðist í sumar.

Fréttabréf 2.tbl. 2019