Stjórn


Stjórn Birtu lífeyrissjóðs fer með yfirstjórn sjóðsins. Stjórnin skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir varðandi stefnumótun og starfsemi sjóðsins.

Þar til ný stjórn verður kjörin af ársfundi sjóðsins vorið 2018 er stjórnin skipuð fimm fulltrúum aðalstjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins og fimm fulltrúum aðalstjórnar Stafa lífeyrissjóðs. Aðrir stjórnarmenn sjóðanna skipa varastjórn Birtu lífeyrissjóðssjóðs fyrir sama tímabil. Stjórnin skal skipuð fulltrúum launamanna og samtaka atvinnurekenda að jöfnu og tryggja skal að kynjahlutföll í stjórninni séu í samræmi við ákvæði laga.

Á ársfundi sjóðsins 2018 skal kjósa sjóðnum átta manna stjórn, þar af fjóra fulltrúa er hafi umboð til ársfundar 2019 og fjóra fulltrúa er hafi umboð til ársfundar 2020. Helmingi færri varamenn skal kjósa með sama hætti og til sama tíma og aðalmenn. 

Valdir af fulltrúum launafólks:
Gylfi Ingvarsson
Stjórnarmaður

Kjörinn til ársfundar 2018

Jakob Tryggvason
Stjórnarmaður

Kjörinn til ársfundar 2018

Unnur María Rafnsdóttir
Stjórnarmaður

Kjörin til ársfundar 2018

Viðar Örn Traustason
Stjórnarmaður

Kjörinn til ársfundar 2018

Þorbjörn Guðmundsson
Varaformaður stjórnar

Kjörinn til ársfundar 2018

Valdir af Samtökum atvinnulífsins:
Davíð Hafsteinsson
Stjórnarmaður

Kjörinn til ársfundar 2018

Drífa Sigurðardóttir
Stjórnarmaður

Kjörin til ársfundar 2018

Guðrún Jónsdóttir
Stjórnarmaður

Kjörin til ársfundar 2018

Ingibjörg Ólafsdóttir
Stjórnarmaður

Kjörin til ársfundar 2018

Jón Bjarni Gunnarsson
Formaður stjórnar

Kjörinn til ársfundar 2018

Valdir af fulltrúum launafólks:
Einar Hafsteinsson
Varamaður

Kjörinn til ársfundar 2018

Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir
Varamaður

Kjörin til ársfundar 2018

Hrönn Jónsdóttir
Varamaður

Kjörin til ársfundar 2018

Valdir af Samtökum atvinnulífsins:
Bolli Árnasón
Varamaður

Kjörinn til ársfundar 2018

Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir
Varamaður

Kjörin til ársfundar 2018

Bára Mjöll Ágústsdóttir
Fulltrúi í launanefnd

Kjörin af Samtökum atvinnulífsins á stofnfundi 2016

Jóhann Rúnar Sigurðsson
Fulltrúi í launanefnd

Kjörinn af fulltrúum launafólks á stofnfundi 2016

Jón Sigurðsson
Fulltrúi í launanefnd

Kjörinn af Samtökum atvinnulífsins á stofnfundi 2016

Kristján Þórður Snæbjarnarson
Fulltrúi í launanefnd

Kjörinn af fulltrúum launafólks á stofnfundi 2016

Kristinn Freyr Kristinsson
Löggiltur endurskoðandi

PricewaterhouseCoopers ehf.

Eigendastefna


Stjórn Birtu lífeyrissjóðs hefur sett sér eigendastefnu. Er stefnunni ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta og umhverfislegra- og félagslegra þátta í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í á hverjum tíma.

Ábyrgar fjárfestingar


Birta lífeyrissjóður er aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment). Reglurnar voru samdar af leiðandi lífeyrissjóðum og eignavörslufyrirtækjum víða um heim í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum Vesturlanda undirgengist reglurnar.

Reglurnar eru leiðbeinandi fyrir stofnanafjárfesta um allan heim og fela í sér að þátttakendur skuldbinda sig til að taka tillit til umhverfislegra og félagslegra þátta við fjárfestingar sínar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórnarhætti fyrirtækja sem fjárfest er í. Þar með falla reglurnar almennt vel að hlutverki og eðli lífeyrissjóða enda hafa þeir þýðingarmiklu samfélagslegu hlutverki að gegna og almenningur gerir kröfu um að þeir axli samfélagslega ábyrgð. Sérstök vefsíða hefur verið gerð um reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, en þar má m.a. sjá lista þeirra fyrirtækja og sjóða sem eru þegar aðilar að þeim auk reglnanna sjálfra og annars tengds efnis.

Fjárfestingarstefna


Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð í samræmi við reglugerð nr. 916/2009 um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Stefnan er ákvörðuð af stjórn sjóðsins og fjárfestingaráði í samræmi við góða viðskiptahætti, með hliðsjón af fjárfestingarheimildum í samþykktum sjóðsins, fjárfestingarreglum og þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.

Áhættustefna


Lífeyrissjóðum ber skylda til að koma upp heildaráhættustýringu, sbr. ákvæðum laga og reglugerða, auk þess sem almenn viðskipta- og neytendasjónarmið kalla á hana. Áhættustefna Birtu byggir á ákvæðum laga, reglugerða og leiðbeinandi tilmælum FME. Auk þess er stuðst við tilmæli OECD/IOPS er varðar áhættustjórnkerfi lífeyrissjóða.

Lög og reglugerðir


Sett lög frá Alþingi

Reglur FME


Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, fme.is, er að finna tæmandi yfirlit yfir lög, reglur og leiðbeinandi tilmæli sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða.